Skilmálar

Pantanir

Winston Living ehf. tekur við pöntun um leið og greiðsla hefur borist. Winston Living ehf. sendir viðskiptavini staðfestingu þegar pöntun er skráð (aðeins ef viðskiptavinur hefur skráð netfang sitt við kaupin). Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Winston Living ehf. áskilur sér einnig rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun viðskiptavinar, t.d. ef varan er uppseld eða vegna rangra verðupplýsinga. Undir þeim kringumstæðum mun Winston Living ehf. hafa samband og bjóðaviðskiptavini aðra vöru eða fulla endurgreiðslu. Sömuleiðis áskilur Winston Living ehf. sér rétt til að hætta að bjóða upp á einstakar vörutegundir fyrirvaralaust.

Upplýsingar um seljanda

Winston Living ehf.
Kt: 530515-1680, VSK númer: 120401
Vesturgötu 21, 101 Reykjavík, Ísland
Sími: 859 7040
Netfang: winston@winstonliving.com

Verð

Öll verð í netverslun Winston Living ehf., þ.e. á www.winstonliving.is og www.winstonliving.com, eru með virðisaukaskatti (VSK). Verð í netverslun geta breyst án fyrirvara.

Greiðslumöguleikar

Winston Living ehf. býður upp á tvenns konar greiðslumöguleika. Unnt er að greiða með kreditkortum og íslenskum debetkortum í gegnum Greiðslusíðu Valitor í netverslun, eða með millifærslu.

Greiðslur með kreditkorti eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Valitor sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana.

Ef valið er að greiða með millifærslu er þess óskað að viðskiptavinur sendi okkur tölvupóst á netfangið winston@winstonliving.com. Þegar um millifærslu er að ræða hefur viðskiptavinur sólarhring til þess að ganga frá greiðslu með millifærslu frá því að staðfesting hefur borist frá Winston Living ehf., þar sem m.a. eru að finna bankaupplýsingar. Sé greiðsla ekki móttekin innan þess tíma mun pöntunin eyðast.

Afhending vöru

Þegar greiðsla hefur borist fyrir pöntun er hún afgreidd innan 1-2 virkra daga. Við sendum pantanir alla jafnaði med Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Að jafnaði er afhendingartími 2-4 virkir dagar eftir að pöntun er móttekin og greiðsla hefur átt sér stað, en pantanir eru ekki sendar út um helgar.

Sé varan ekki til á lager mun Winston Living ehf. i hafa samband við viðskiptavin og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Séu sérstakar ástæður fyrir því að pöntun berist á tilteknum degi er mikilvægt að viðskiptavinur tilkynni Winston Living ehf. um það. Í slíkum tilfellum gæti bæst við viðbótarkostnaður vegna sendingarinnar.

Óski viðskiptavinur eftir því að fá vöru úr netverslun afhenta með öðrum hætti en að framan greinir er þess vinsamlegast óskað að hann sendi tölvupóst á netfangið winston@winstonliving.com áður en pöntun er gerð.

Sérpantanir

Í þeim tilvikum sem vara í netverslun er ekki til á lager sér Winston Living ehf. um að sérpanta þá vöru fyrir viðskiptavin. Áætlaður sendingartími er tilgreindur í vörulýsingu í netverslun, en Winston Living ehf. tilkynnir viðskiptavini um áætlaðan afhendingartíma að pöntun og greiðslu lokinni, sbr. umfjöllun ofar.

Einnig tekur Winston Living ehf. að sér að sérpanta aðrar vörur en þær sem eru í netverslun, en eru frá þeim merkjum sem tilgreind eru í netversluninni. Unnt er að senda fyrirspurnir varðandi slíkar sérpantanir á netfangið winston@winstonliving.com. Winston Living ehf. áskilur sér rétt til að fara fram á 25% innborgun þegar vara er sérpöntuð með þessum hætti og afgangurinn skal greiddur þegar varan er tilbúin til afhendingar.

Ekki er unnt að skila sérpöntunum.

Sendingarkostnaður

Sé pöntun send innanlands bætist við pöntun eftirtalinn sendingarkostnaður áður en greiðsla fer fram.
690 kr. á pöntunum undir 14.000 kr.
Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 14.000 kr. eða meira.

Sé pöntun send erlendis gæti bæst við frekari sendingarkostnaður en sá sem tilgreindur er ofar. Óski viðskiptavinur frekari upplýsinga um sendingarkostnað eða afhendingarmáta í slíkum tilvikum er þess óskað að hann sendi tölvupóst á netfangið winston@winstonliving.com.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Viðskiptavinur hefur 14 daga til þess að hætta við kaupin og er varan endurgreidd að fullu ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt. Varan skal vera ónotuð, henni skilað í góðu ástandi, í upprunalegum umbúðum og greiðslukvittun verður að fylgja með. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Skilafresturinn hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Framangreindur réttur til að falla frá kaupum tekur ekki til fyrirtækja.

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang Winston Living ehf.

Hafi viðskiptavinur fengið ranga eða skemmda vöru afhenta ber honum að upplýsa Winston Living ehf. um það við fyrsta tækifæri.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið winston@winstonliving.com ef fyrirhugað er að hætta við kaup, endursenda eða skila vöru.

Hafi vara verið sérpöntuð fyrir viðskiptavin er ekki unnt að skila slíkum vörum.

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.winstonliving.is og www.winstonliving.com eru eign Winston Living ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Winston Living ehf.

Trúnaður

Winston Living ehf. heitir viðskiptavini fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Myndefni í netverslun

Winston Living ehf. reynir eftir fremsta megni að sýna allar vörur í netverslun með myndefni sem endurspeglar raunverulega stærð og lit vörunnar.

Almennur fyrirvari

Winston Living ehf. áskilur sér rétt til að leiðrétta mögulegar rangar upplýsingar eða innsláttarvillur í netverslun, t.d. vörulýsingu, verð, afhendingarmáta eða afhendingartíma.

Varnarþing

Um viðskipti við Winston Living ehf., sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum, gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli Winston Living ehf. og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Hafa samband

Velkomið er að hafa samband með því að senda tölvupóst ánetfangið winston@winstonliving.com eða með því að hringja í síma 859 7040 ef einhverjar spurningar vakna eða ef óskað er frekari upplýsinga um einstakar vörur.

Einnig getur Winston Living ehf. boðið viðskiptavini eða hópi viðskiptavina upp á sýningu á einstökum vörum eða vörulínum úr netverslun. Unnt er að senda fyrirspurnir um slíkar sýningar á netfangið winston@winstonliving.com.

Menu Thank you for joining our mailing list! item left items left Add to Cart Sold Out Unavailable